Framfarir sem eru hvetjandi

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. AFP

Michael Schumacher, hefur tekið framförum sem eru hvetjandi, segir fyrrverandi yfirmaður ökurþórsins þýska hjá Ferrari.

Ross Brawn var yfirmaður tæknimála hjá Ferrari þegar Schumacher ók fyrir stórveldið í formúlunni. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari, lenti í alvarlegu skíðaslysi í desember árið 2013 í frönsku ölpunum. 

Síðan þá hafa fjölmargar fréttir af honum borist en Brawn segir að þær séu eins misjafnar og þær eru margar. Hann segir að virða þurfi þá ákvörðun fjölskyldu Schumachers að halda ástandi hans innan fjölskyldunnar.

„Fjölskyldan ákvað að ástand Miachels væri einkamál, og ég verð að virða það,“ sagði Brawn við BBC. 

„Það eina sem ég vil segja er að það eru miklar vangaveltur um ástand Michaels. Flest af því er rangt

„Hann hefur tekið framförum sem eru hvetjandi og við biðjum til guðs á hverjum degi og vonum að sjá meira af þeim. Það er erfitt fyrir mig að segja mjög mikið. Við verðum að virða einkalíf fjölskyldunnar,“ sagði Brawn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert