Aftur var Hamilton fremstur í flokki

Nico Rosberg sótti á Lewis Hamilton á seinni æfingunni í …
Nico Rosberg sótti á Lewis Hamilton á seinni æfingunni í Sao Paulo. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins sem þeirri fyrri. Var hann þó aðeins 30 þúsundustu úr sekúndu fljótari en liðsfélaginn Nico Rosberg. Báðir óku hægar en á morgunæfingunni.

Ökumenn sinntu fyrst og fremst langakstri til að reyna á dekkin og uppsetningar fyrir kappakstur sunnudagsins.

Fjórða besta tímanum náði Valtteri Bottas hjá Williams og félagi hans Felipe Massa átti fimmta besta hringinn.

Í sætum sex til tíu á lista yfir hröðustu hringi urðu - í þesari röð - Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Nico Hülkenberg hjá Force India og Jenson Button hjá McLaren. Var Button 1,1 sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

Felipe Massa var sprækari á seinni æfingunni en þeirri fyrri. …
Felipe Massa var sprækari á seinni æfingunni en þeirri fyrri. Var aðeins hálfri sekúndu lengur með hringinn en Lewis Hamilton hjá Mercedes. AFP
Jolyon Palmer prófaði nýja höfuðvörn á æfingunum í Sao Paulo.
Jolyon Palmer prófaði nýja höfuðvörn á æfingunum í Sao Paulo. AFP
Sebastian Vettel á ferð í Interlagosbrautinni í Sao Paulo og …
Sebastian Vettel á ferð í Interlagosbrautinni í Sao Paulo og prófar nýju öryggishlífina sem væntanleg er með tímanum í keppnisbíla formúlunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert