Aðeins hnífsblað komst á milli

Lewis Hamilton var harður í horn að taka í tímatökunni …
Lewis Hamilton var harður í horn að taka í tímatökunni í Sao Paulo. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól brasilíska kappakstursins, sinn sextugasta pól á ferlinum, eftir eitilharða og jafn keppni við liðsfélaga sinn Nico Rosberg.

Í lokatilrauninni sótti Rosberg mjög að Hamilton, var hraðskreiðari á tveimur fyrstu tímasvæðunum af þremur en gerði smávægileg mistök undir lok hringsins og varð þar af leiðandi tíundu úr sekúndu á eftir.

Í þriðja sæti varð Kimi Räikkönen hjá Ferrari og liðsfélagi hans Sebastian Vettel var fimmti því Max Verstappen hjá Red Bull komst upp á milli þeirra.

Þriðju rásröðinni á morgun deilir Daniel Ricciardo hjá Red Bull með Vettel.

Franski ökumaðurinn Romain Grosjean hjá Haas átti eina sína bestu tímatöku á árinu er hann varð í sjöunda sæti. Fyrsta tuginn á rásmarkinu fylltu svo Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá Force India og Fernando Alonso hjá McLaren.

Heimamaðurinn Felipe Massa hjá Williams varð aðeins 13. og liðsfélagi hans Valtteri Bottas ellefti.

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sao Paulo.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sao Paulo. AFP
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sao Paulo.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sao Paulo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert