Rosberg sterkastur á lokaæfingunni

Bíll Felipe Massa speglast í glervegg aðalstúkunnar í Sao Paulo …
Bíll Felipe Massa speglast í glervegg aðalstúkunnar í Sao Paulo á lokaæfingunni í dag. AFP

Nico Rosberg (1.11,740) ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sao Paulo, var 0,1 sekúndu fljótari með hringinn en liðsfélagi hans Lewis Hamilton (1.11,833). Þriðja besta tímann átti Sebastian Vettel hjá Ferrari (1.11,959).

Þá var Kimi Räikkönen innan við tíunda úr sekúndu lengur í förum en félagi hans Vettel í fjórða sæti.

Fyrsta tuginn á lista yfir hröðustu hringi fylltu svo - í þessari röð - Max Verstappen og Daniel  Ricciardo hjá Red Bull,  Valtteri Bottas hjá Williams, Jolyon Palmer hjá Renault, Felipe Massa hjá Williams og Fernando Alonso hjá McLaren.

Árangur nýliðans Palmer hjá Renault vekur athygli en hann var um sekúndu lengur í förum en Rosberg, Hamilton og Vettel og hefur aldrei komist svo langt upp tímalistana á æfingum eða tímatöku. Liðsfélagi hans Kevin Magnussen varð í 13. sæti (1.13,255).

Lewis Hamilton á ferð í Sao Paulo undir ógnandi skýjum.
Lewis Hamilton á ferð í Sao Paulo undir ógnandi skýjum. AFP
Nico Rosberg á ferð í Sao Paulo.
Nico Rosberg á ferð í Sao Paulo. AFP
Nico Rosberg gerir sig klárann til aksturs á æfingunni í …
Nico Rosberg gerir sig klárann til aksturs á æfingunni í Sao Paulo. AFP
Jolyon Palmer á ferð á Renault í Sao Paulo.
Jolyon Palmer á ferð á Renault í Sao Paulo. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert