Rosberg leggur allt í sölurnar

Nico Rosberg ætlar að leggja allt í sölurnar um helgina …
Nico Rosberg ætlar að leggja allt í sölurnar um helgina til að klára vertíðina með sigri. AFP

Nico Rosberg segist munu leggja sig allan fram til að vinna sigur í lokamóti ársins, sem fram fer í Abu Dhabi við Persaflóa um komandi helgi. Dugar honum þó þriðja sætið til að vinna heimsmeistaratitil ökumanna.

Fyrir lokamótið er Rosberg með 12 stiga forskot á liðsfélaga sinn Lewis Hamilton sem varð heimsmeistari í fyrra og hitteðfyrra. 

„Ég hlakka til Hann Abu Dhabi, það er frábær tilfinning að vera kljást um titilinn við Lewis þriðja árið í röð. Ég mun gefa allt mitt í keppnina svo ég geti klárað tímabilið með sigri,“ segir Rosberg í aðdraganda mótsins.

Þrátt fyrir stigaforskotið segist hann ganga til leiks með sama hætti og áður, það er keppa til sigurs. Það sé alltaf áskorun að standa sig vel á kappaksturshelgi, ekkert sé auðvelt í formúlunni.  Því nær sem líður mótinu því spenntari verð ég fyrir því. Þetta verður heljar slagur og vonandi fá áhorfendur góða skemmtun.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert