Vettel á toppinn á lokaæfingunni

Ferrariliðið stillti sér upp fyrir myndatöku við bílaskúra sína í …
Ferrariliðið stillti sér upp fyrir myndatöku við bílaskúra sína í Abu Dhabi, en þar fer lokamót ársins fram um helgina. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi en hvorugur ökumanna Mercedes var meðal þriggja hraðskreiðustu.

Næst besta brautartímann setti Max Verstappen hjá Red Bull og liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Räikkönen, var þriðji fljótastur. 

Þessir þrír brúkuðu ofurmjúku dekkin mun meira en ökumenn Mercedes sem urðu í fjórða og fimmta sæti, Lewis Hamilton á undan. Nico Rosberg var aðeins 0,1 sekúndu á eftir Hamilton og um 0,3 á eftir Vettel.

Í sætum sex til tíu urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Sergio Perez og Nico  Hülkenberg hjá Force India, Valtteri Bottas hjá Williams og Esteban Gutierrez hjá Haas.

Sebastian Vettel á ferð í Abu Dhabi um helgina. Svo …
Sebastian Vettel á ferð í Abu Dhabi um helgina. Svo sem sjá má prófar hann nýja höfuðvörn fyrir ökumenn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert