Íhuga að refsa Hamilton með banni

Nico Rosberg fagnar titlinum með liðsmönnum Mercedes eftir kappaksturinn í …
Nico Rosberg fagnar titlinum með liðsmönnum Mercedes eftir kappaksturinn í Abu Dhabi. AFP

Framferði Lewis Hamilton í kappakstrinum í Abu Dhabi og tilraunir hans til að hjálpa öðrum ökumönnum að komast fram úr liðsfélaga sínum Nico Rosberg geta átt eftir að draga dilk á eftir sér fyrir hann. 

Hamilton hunsaði ítrekuð fyrirmæli stjórnenda Mercedesliðsins um að auka hraðann í stað þess að hægja á ferðinni á svæðum þar sem Rosberg komst ekki fram úr. Með því nálguðust aðrir ökumenn Rosberg og var Sebastian Vettel hjá Ferrari kominn upp undir skottið á honum á síðustu hringjunum.

„Þetta er mjög einfalt má. Stjórnleysi gengur ekki upp hjá nokkru liði eða í nokkru fyrirtæki. Fordæmi hefur verið gefið með þessu og með því að grafa undan kerfi ertu að setja þig ofar liðinu,“ sagði liðsstjórinn Toto Wolff eftir kappaksturinn.

Aðrir forsvarsmenn Mercedes kunnu Hamilton litlar þakkir og þar á meðal heimsmeistarinn fyrrverandi, Niki Lauda. „Sem ökumenn reynum við allar leyfilegar brellur en menn verða þó alltaf að bera virðingu fyrir keppinautunum,“ sagði Lauda.

Munu ráðamenn liðsins setjast á rökstóla og meta hvort ástæða sé til formlegra viðbragða við því að Hamilton hunsaði liðsfyrirmælin ítrekað.

Breskir fjölmiðlar segja að Hamilton kunni að verða refsað með einhvers konar banni eða hann verði jafnvel leystur undan samningi við liðið.

Sjálfur sagði Rosberg að sér hefði komið framferði Hamiltons á óvart. „Kannski varð ég einfeldni minni að bráð, ég bjóst aldrei við þessu.“ Frekar vildi hann ekki tjá sig en landi hans Vettel hjá Ferrari sagði að tilraunir Hamiltons hefðu „verið ódrengilegar“.

Hamilton neitar því að hafa gert nokkuð rangt og undir það tók liðsstjóri Red Bull, Christian Horner. Þá sagði Kimi Räikkönen hann ekki hafa gert neitt fáránlegt og spænski ökumaðurinn  Carlos Sainz sagðist myndu hafa gert hið sama og Hamilton. „Ef þú vilt titilinn þá verður þú að reyna allt, svo fremi að það sé ekki ólöglegt,“ sagði Sainz.

Fleira blandast inn í mál Hamiltons, ekki síst ítrekaðar yfirlýsingar þar sem hann hefur dregið ágæti titils Rosbergs í efa, meðal annars vegna þess að sjálfur hafi hann tapað mörgum stigum vegna bilana í bíl sínum.

„Þetta er vélræn íþrótt. Menn verða að geta tapað og sigrað með reisn. Það er mjög miður að við skulum þurfa ræða þessa hluti. Nico Rosberg stendur uppi sem heimsmeistarai eftir frábært keppnistímabil,“ segir Wolff og virðist orðinn býsna þreyttur á hátterni Hamiltons á árinu.

Stutt var orðið á milli bílanna seint í kappakstrinum í …
Stutt var orðið á milli bílanna seint í kappakstrinum í Abu Dhabi. AFP
Nico Rosberg fagnar titlinum með eiginkonu sinni, Vivian Sibold.
Nico Rosberg fagnar titlinum með eiginkonu sinni, Vivian Sibold. AFP
Nico Rosberg fagnar titlinum með eiginkonu sinni, Vivian Sibold, og …
Nico Rosberg fagnar titlinum með eiginkonu sinni, Vivian Sibold, og liðsmönnum Mercedes. AFP
Lewis Hamilton (3ji frá vinstri) tók þátt í sigurfögnuði Mercedesliðsins …
Lewis Hamilton (3ji frá vinstri) tók þátt í sigurfögnuði Mercedesliðsins í Abu Dhabi ásamt nýja titilhafanum, Nico Rosberg (sjötti frá hægri). AFP
Titlinum fagnaði Nico Rosberg með „kleinuhringjum“ fyrir framan aðalstúkuna.
Titlinum fagnaði Nico Rosberg með „kleinuhringjum“ fyrir framan aðalstúkuna. AFP
Nico Rosberg fagnar titlinum á verðlaunapallinum í Abu Dhabi.
Nico Rosberg fagnar titlinum á verðlaunapallinum í Abu Dhabi. AFP
Sina Rosberg, móðir nýjasta heimsmeistara ökumanna í formúlu-1 með einum …
Sina Rosberg, móðir nýjasta heimsmeistara ökumanna í formúlu-1 með einum gömlum, Niki Lauda, í Abu Dhabi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert