Hamilton valinn sá besti

Ökumenn formúlunnar stilltu sér upp fyrir hina hefðbundnu hópmynd fyrir …
Ökumenn formúlunnar stilltu sér upp fyrir hina hefðbundnu hópmynd fyrir síðasta mót ársins, í Abu Dhabi. AFP

Forsvarsmenn formúluliðanna hafa kosið sín á milli um hver hafi veið besti ökumaðurinn á nýliðinni formúlutíð.

Niðurstaða þeirra er að það hnoss skuli vera Lewis Hamilton, en þeir völdu hann einnig sem ökumann ársins í fyrra. Hlaut hann 234 stig.

Það er breska akstursíþróttaritið Autosport sem fyrir vali þessu stendur og er Hamilton með yfirburða niðurstöðu úr því. Liðsstjórarnir voru beðnir að meta ökumenn út frá heildarárangri í 21 mótum ársins. Veitt voru stig með sama hætti og í kappakstri, þ.e. 25 fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir það næsta og þar fram eftir götunum niður í tíunda sæti en fyrir það fékkst eitt stig.

Því er haldið leyndu hvernig liðsstjórarnir greiddu atkvæði til að gera þeim kleift að taka þátt og dæma ökumenn á heiðarlegan hátt en ekki út frá eigin hagsmunum.

Hamilton vann 10 mót á árinu en vélrænar bilanir, sem eru hluti af kappakstr, bitnuði á honum. Á endanum var hann fimm stigum á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. Alls hlaut Hamilton 234 stig, eða fimm fleira en í fyrra. Mögulegur hámarksfjöldi stiga var 275,

Hamilton hlaut 51 stigi fleira en Max Verstappen sem vann sitt fyrsta mót á árinu í fyrstu keppni með Red Bull, í Barcelona. Verstappen hlaut 183 stig en hann varð fjórði í valinu fyrra.

Þrátt fyrir að vinna titil ökumanna í ár í fyrsta  sinn varð  Rosberg þriðji með 176 stig. Vann hann níu mót og stóð alls 18 sinnum á verðlaunapallinum í 21 móti. Hann varð einnig þriðji í fyrra.

Í sætum fjögur til 10 urðu Daniel Ricciardo (133), Sebastian Vettel (90), Fernando Alonso (67), Kimi Räikkönen (61), Sergio Perez (52), Valtteri Bottas (26) og Carlos Sainz (25).

Breytingin í þessum hópi frá fyrra ári er að Ricciardo er fimm sætum ofar en 2015, Vettel þremur neðar, Räikkönen þremur ofar, Bottas tveimur neðar. Alonso og Perez eru í sömu sætum og í fyrra og Sainz er nýr í hópi tíu bestu ökumannanna.

Liðsstjórarnir sem greiddu atkvæði voru þessir:

Toto Wolff, Mercedes
Christian Horner, Red Bull
Maurizio Arrivabene, Ferrari
Vijay Mallya, Force India
Claire Williams, Williams
Eric Boullier, McLaren
Franz Tost, Toro Rosso
Gunther Steiner, Haas
Fred Vasseur, Renault
Monisha Kaltenborn, Sauber
Dave Ryan, Manor

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert