Heimsmeistarinn hættir keppni

Nico Rosberg er hættur keppni.
Nico Rosberg er hættur keppni. AFP

Nýkrýndur heimsmeistari í formúlu 1 kappakstri, Niko Rosberg, hefur ákveðið að hætta keppni. Hann tilkynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi fyrir fáeinum mínútum. 

Hinn þýski Rosberg er 31 árs. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum á síðasta sunnudag eftir að hafa hafnað í öðru sæti í síðustu keppni tímabilsins sem fram fór í Abu Dhabi. Rosberg keppti fyrir Mercedes eins og Lewis Hamilton sem varð í öðru sæti í stigakeppni ökumanna.

Ákvörðun Rosberg kom eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Hann segist vera búinn að fá nóg eftir erfitt keppnistímabil og nokkur ár í krefjandi keppni meðal fremstu ökumanna heims. „Það var mín heitast ósk frá sex ára aldri að verða heimsmeistari í kappakstri. Nú hefur sú ósk ræst," sagði Rosberg á blaðamannafundi áðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert