Grosjean bestur í ísakstrinum

Ljósmynd/Trophée Andros/B.BADE, birt með leyfi.

Franska ökumanninum Romain Grosjean er ýmislegt til lista lagt. Hann er ekki aðeins sleipur í formúlu-1 því um helgina vann hann fyrsta ísakstursmót vetrarins í frönsku Ölpunum.

Grosjean keppti á Renault Clio bíl fyrir sitt gamla lið DA Racing sem hann keppti með í ísakstrinum 2015. Mótið helgarinnar fór fram í skíðabænum Alpe d'Huez.

Fyrsta umferð helgarinnar af þremur var misheppnuð og varð Grosjean að hætta í henni. Í næstu lotu sló hann hins vegar vel frá sér og varð þá hlutskarpastur og vann um leið heildarkeppni helgarinnar.

Eknir voru átta hringir í lokalotunni og varð Grosjean 0,918 sekúndum á undan næsta manni, Jean-Philippe Dayraut. Meðal keppenda var fyrrverandi formúluþórinn Olivier Panis sem keppt hefur í ísakstri um árabil með góðum árangri.

Þá keppti sem gestur í rafbílaflokki heimsmethafinn og heims, ólympíu- og Evrópumeistarinn í stangarstökki, Renaud Lavillenie og stóð sig með ágætum. Annar afreksmaður að nafni Julien Absalon, sem er fimmfaldur heimsmeistari og tvöfaldur ólympíumeistari á torfæruhjóli, keppti einnig í rafbílaflokknum.

Tilþrif í krókóttri keppnisbrautinni eru mikil og bílarnir lengst af henni á hliðarskriði gegnum beygjum á ótrúlega miklum hraða, svo sem sjá má á meðfylgjandi myndum.

Bílarnir eru lengst af hringsins á hliðarskriði á ísnum.
Bílarnir eru lengst af hringsins á hliðarskriði á ísnum. Ljósmynd/Trophée Andros/B.BADE, birt með leyfi.
Grosjean á leið í gegnum beygju.
Grosjean á leið í gegnum beygju. Ljósmynd/Trophée Andros/B.BADE, birt með leyfi.
Beygjurnar eru teknar á mikilli ferð á mögnuðu hliðarskriði í …
Beygjurnar eru teknar á mikilli ferð á mögnuðu hliðarskriði í franska ísakstrinum.
Grosjean á miklu hliðarskriði í beygju í Alpe d'Huez á …
Grosjean á miklu hliðarskriði í beygju í Alpe d'Huez á laugardag. Ljósmynd/Trophée Andros/B.BADE, birt með leyfi.
Návígi í ísakstrinum í Alpe d'Huez.
Návígi í ísakstrinum í Alpe d'Huez.
Glímt við beygju í ísakstrinum í Alpe d'Huez.
Glímt við beygju í ísakstrinum í Alpe d'Huez.
Romain Grosjean fremstur og búinn að leggja bílnum í hliðarskrið …
Romain Grosjean fremstur og búinn að leggja bílnum í hliðarskrið fyrir nýja beygju í Alpe d'Huez.
Romain Grosjean á Clio í ísakstri helgarinnar í Alpe d'Huez. …
Romain Grosjean á Clio í ísakstri helgarinnar í Alpe d'Huez. Hann keppti í mótaröðinni fyrir tveimur árum og vann þá tvö mót.
Renaud Lavillenie við keppnisbíl sinn í fyrsta móti vetrarins í …
Renaud Lavillenie við keppnisbíl sinn í fyrsta móti vetrarins í Andros ísakstrinum franska.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert