Skiptastjóri tekur við Manor

Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum …
Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein í bandaríska kappakstrinum í Austin í fyrrasumar. AFP

Formúlu-1 liðið Manor er nú í höndum skiptastjóra vegna greiðsluerfiðleika og misheppnaðrar tilraunir til að fá nýja aðila til að fjárfesta í liðinu.

Með þessu vakna spurningar um það hvort Manor muni verða með í keppni á komandi keppnistíð eður ei. Engum starfsmannanna 212 hefur enn verið sagt upp og hafa þeir allir fengið laun sín uppgerð.

Að sögn bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky í morgun mistókust nýlegar tilraunir til að fá fjárfesta til að leggja fé í liðið og þar með tryggja grundvöll þess til framtíðar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert