Segir Williams að sleppa Bottas

Valtteri Bottas er líklegur arftaki heimsmeistarans Nico Rosberg hjá Mercedes.
Valtteri Bottas er líklegur arftaki heimsmeistarans Nico Rosberg hjá Mercedes. AFP

Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, ráðleggur Williams að leyfa Finnanum Valtteri Bottas að ganga í raðir Mercedes. 

Kanadamaðurinn varð heimsmeistari með Williams árið 1997 og hefur hann því góð tengsl við liðið. Bottas hefur þótt hvað líklegastur til að taka við af heimsmeistaranum Nico Rosberg hjá Mercedes eftir fínan árangur með Williams undanfarið. 

Villeneuve vill sjá Bottas taka við af Rosberg og að sama skapi sjá Felipe Massa taka slaginn með Williams í stað Bottas. Nýliðinn Lance Stroll mun aka með Williams á næsta tímabili og vill Villeneuve sjá reynslumikinn mann eins og Massa sem félaga hans. 

„Það væri gaman að sjá Massa vera áfram hjá Williams. Það er gott fyrir ungan mann eins og Lance til að hafa reynslubolta eins og Massa með sér.“

„Ef Bottas fer til Mecedes verður Hamilton sigurstranglegastur í baráttunni um titilinn. Hann kemur hungraður til baka eftir að hafa misst af titlinum til Rosberg en það verður gaman að sjá Bottast berjast við hann,“ sagði Villeneuve. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert