Alráðurinn settur af

Bernie Ecclestone hefur hvatt sem stjórnandi formúlu-1.
Bernie Ecclestone hefur hvatt sem stjórnandi formúlu-1. AFP

Bernie Ecclestonehefur látið af starfi sem æðsti maður formúlu-1 í framhaldi af yfirtöku bandaríska fjárfestingafélagsins Liberty Media á rekstrarfélagi formúlunnar sem átt hefur öll viðskiptaréttindi íþróttarinnar.

Sjálfur staðfesti Ecclestone brottför sína eftir fund í gær með nýjum aðaleiganda íþróttarinnar, bandaríska kaupsýslumanninum Chase Carey. Segir hann að sér hafi verið boðin heiðurssæti í stjórn nýja rekstrarfélagi formúlunnar.

Ecclestone er 86 ára og hefur stýrt formúlunni um áratuga skeið. Tók að fjara undan honum er Liberty Media keypti fyrst vænan hlut í formúlufyrirtækinu í september sl. Leiddu þau viðskipti til þess að Liberty Media sóttist eftir yfirtöku alls félagsins og varð það endanlega að veruleika í síðustu viku.

„Ég var settur af í dag,“ hefur þýska akstur- og bílablaðið Auto Motor und Sport eftir Ecclestone eftir fund hans með Carey í gær. „Þetta er formlegt, ég stýri ekki skipinu lengur. Chase Carey hefur tekið við af mér.“

Þess má geta, að Liberty Media, hefur ráðið Ross Brawn, fyrrverandi liðseiganda og áður tæknistjóra Ferrari, til að stýra daglegum rekstri rekstrarfélags formúlunnar. Má því segja að hann taki við hlutverki Ecclestone.

Þeim er vel til vina, Bernie Ecclestone (t.v.) og Niki …
Þeim er vel til vina, Bernie Ecclestone (t.v.) og Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í formúlu-1. Hér eru þeir í óvenjulegu ralli í skíðabænum Kitzbühel í Austurríki sl. laugardag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert