Sex lið hafa staðfest frumsýningar

2017-bíll Toro Rosso hjúpaður klæðum í bílsmiðju liðsins í Faenza …
2017-bíll Toro Rosso hjúpaður klæðum í bílsmiðju liðsins í Faenza á Ítalíu.

Toro Rosso tilkynnti í dag að það myndi frumsýna 2017-bíl sinn í Barcelona á Spáni sunnudaginn 26. febrúar, daginn áður en fyrstu bílprófanir vetrarins hefjast þar.

STR12 bíllinn verður knúinn Renaultvél og verður afhjúpaður við bílskúr Toro Rosso í Barcelona. Hulunni af honum svipta ökumennirnir Daniil Kvyat og Carlos Sainz.

Með þessu hafa sex formúlulið af 10 staðfest opinberun bíla sinna og verður Force India hið sjötta í röðinni. Renault, Force India, Mercedes, McLaren og Ferrari gera það í vikunni fyrir bílprófanirnar. 

Listinn yfir frumsýningarnar lítur því út sem hér segir:

21. febrúar Renault
22. febrúar Force India
23. febrúar Mercedes
24. febrúar Ferrari
24. febrúar McLaren
26. febrúar Toro Rosso

Toro Rosso
Toro Rosso
Toro Rosso
Toro Rosso
Toro Rosso
Toro Rosso
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert