Leggjast gegn hjálmhlífinni

Halo höfuðhlífin á Ferrarifáknum.
Halo höfuðhlífin á Ferrarifáknum.

Útlit er fyrir að hugmyndin um grind yfir stjórnklefa formúlu-1 bíla til að veita ökumönnum meira öryggi sé úr sögunni.

Allir ökumenn í formúlu-1 í fyrra prófuðu Halo-grindina svonefndu á æfingum og hlaut hún misjafnar undirtekir. Allt frá því að þykja með öllu óþörf og óþægileg upp í að virðast vera hið ágætasta öryggistól.

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) beitti sér fyrir þróun og prófunum öryggishlífarinnar en virðist nú hafa lagt öll áform um hana á hilluna. Sambandið vildi upphaflega að hún yrði tekin upp á keppnisbílunum frá og með 2017.

Loks herma fregnir nú, að keppendurnir sjálfir hafi hafnað hlífðargrindinni í atkvæðagreiðslu. Hafði FIA samband við 22 ökumenn þann 10. janúar síðastliðinn og kannaði hug þeirra.  Sextán þeirra höfðu svarað spurningalista í byrjun febrúar. Sjö lýstu andstöðu við Halo, fimm greiddu grindinni atkvæði sitt  og fjórir lýstu hlutleysi gagnvart spurningunni.


Nico Rosberg prófar útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann.
Nico Rosberg prófar útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP
Höfuðhlíf Red Bull bílsins líkist hálfþaki úr gleri.
Höfuðhlíf Red Bull bílsins líkist hálfþaki úr gleri.
Þessa útgáfu af hjálmhlíf hannaði Mercedesliðið.
Þessa útgáfu af hjálmhlíf hannaði Mercedesliðið.
Halo-hlífin á Ferraribíl.
Halo-hlífin á Ferraribíl.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert