Vildi fá Alonso í sinn stað

Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta …
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta strengi á blaðamannafundi. AFP

Nico Rosberg segist hafa kosiðað Fernando Alonso hefði komið í sinn stað hjá Mercedesliðinu því það hefði leitt til skemmtilegrar „flugeldasýningar“ milli þeirra Lewis Hamiltons í mótum.

Rosberg varð ekki að ósk sinni því Mercedes réði á endanum Valtteri Bottas sem arftaka hans. Hann hefur þó aðeins fengið samning til eins árs til að sanna sig, en það vegur gegn Bottas að hann hefur engan kappakstur unnið á ferlinum.  

Alonso er almennt talinn einn af albestu ekta kappakstursmönnunum í keppni og tvöfaldur heimsmeistari. Undanfarin tvö ár hefur hann keppt á aflvana McLarenbíl og því ekki blandað sér í toppslaginn.

Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren 2007 og segir Rosberg að endurfundir hefðu getað orðið skemmtilegir, en sjálfur átti hann í harðri keppni og harkalegum útistöðum við Hamilton hjá Mercedes.

Hinn nýútnefndi sendiherra Mercedes  sagði um þetta í samtali við spænska blaðið Marca, að sem áhugamaður hefði verið gaman að sjá þá kljást með tilheyrandi eldglæringum. En fyrir liðið hefði það ekki gengið upp að hafa þá saman í skiprúmi.

„Liðið hefur fundið frábæra lausn, Bottas er hraðskreiður og þótt Hamilton verði á háu nótunum og afar erfiður andstæðingur að leggja þá hef ég sýnt og sannað að Valtteri á að geta það.“

Nico Rosberg (t.h.) vildi Fernando Alonso sem arftaka sinn hjá …
Nico Rosberg (t.h.) vildi Fernando Alonso sem arftaka sinn hjá Mercedes. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert