Sauber frumsýnir fyrst allra

Bíll Sauber frá 2016-keppnistíðinni.
Bíll Sauber frá 2016-keppnistíðinni. AFP

Sauber hefur ákveðið að frumsýna 2017-bíl sinn mánudaginn 20. febrúar og verður því fyrst formúluliðanna til að svipta nýju bílana hulunni.

Mun þetta eiga sér stað í bíl´skúrareininni í Barcelona, en vetraræfingar formúluliðanna hefjast þar tveimur dögum seinna, 22.febrúar.

Bíllinn verður knúinn ársgamallri vél frá Ferrari.

Með þessu hafa sjö formúlulið af 10 staðfest op­in­ber­un bíla sinna og verður Force India hið sjöunda í röðinni. Renault, Force India, Mercedes, McLar­en, Ferr­ari og Sauber gera það í vik­unni fyr­ir bíl­próf­an­irn­ar. 

List­inn yfir frum­sýn­ing­arn­ar lít­ur því út sem hér seg­ir:

20. febrúar Sauber
21. fe­brú­ar Renault
22. fe­brú­ar Force India
23. fe­brú­ar Mercedes
24. fe­brú­ar Ferr­ari
24. fe­brú­ar McLar­en
26. fe­brú­ar Toro Rosso

Aðeins Red Bull, Williams og Haas eiga eftir að segja frá hvenær bílar þeirra verða frumsýndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert