Ættu að veðja á Vettel eða Alonso

Fernando Alonso (t.h.) og Sebastian Vettel slá á létta strengi …
Fernando Alonso (t.h.) og Sebastian Vettel slá á létta strengi á blaðamannafundi. AFP

Mercedes ætti að freista þess að ráða Sebastien Vettel eða Fernando Alonso sem ökumenn fyrir næsta ár, 2018, en samningar beggja hjá núverandi liðum þeirra, Ferrari og McLaren, renna út í vertíðarlok.

Sjálfur hætti Rosberg keppni eftir að hafa landað heimsmeistaratitli ökumanna við vertíðarlok 2016. Hafði hann þó fyrr á árinu skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum.

Valtteri Bottas var á endanum ráðinn í hans stað en samningur hans er þó aðeins fyrir árið í ár og veltur á frammistöðu á fyrri hluta vertíðarinnar hvort sú ráðning verði framlengd.

Rosberg segir að Vettel væri góður arftaki og skynsamlegt væri af honum að leita eftir sæti hjá Mercedes fyrir 2018. Sömuleiðis væri það ráðlegt fyrir Mercedes að skoða þann möguleika að ráða hann.

„Það liggur í augum uppi, hann er einn besti ökumaður sem völ er á og er samningslaus fyrir næsta ár. Mercedes ætti að skoða það en við verðum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Rosber.

Hann bendi einnig á Alonso þrátt fyrir að spænski ökumaðurinn verði 36 ára í ár. „Alonso auðvitað, Mercedes þyrfti að hafa hann í huga einnig. Hann er ekki sá yngsti en á toppnum sem ökumaður.“

Juan Pablo Montoya fyrrum keppandi í formúlu-1 nefndi í síðustu viku Vettel og Alonso sem langbestu ökumenn formúlu-1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert