Ekki okkar bíll

Ein af myndunum sem birst hafa á netinu og sagðar …
Ein af myndunum sem birst hafa á netinu og sagðar eru sýna 2017-bíl McLaren.

Myndir hafa verið birtar á netinu af formúlu-1 keppnisbíl sem sagður er vera bíll McLaren á komandi keppnistíð.

Hið athyglisverða við bílinn er að hann er að talsverðu leyti í appelsínurauðum lit í stað hins hefðbundna svarta litar.

Liðsstjórinn Eric Bouiller hefur staðfest, að útlit McLaren-bílsins muni breytast frá því sem verið hefur en talsmaður liðsins vísaði því á bug í dag að myndirnar væru af bíl liðsins. Ekki væri um að ræða myndir sem „lekið“ hefðu úr smiðju McLaren í Woking í Surrey á Englandi.

„Við höfum séð þessar fölsuðu myndir. Þetta er ekki okkar bíll á þeim. Þið verðið að bíða ögn lengur til að sjá hinn raunverulega bíl,“ sagði talsmaður McLaren á Twitter-síðu liðsins í dag.

Ein af myndunum sem birst hafa á netinu og sagðar …
Ein af myndunum sem birst hafa á netinu og sagðar eru sýna 2017-bíl McLaren.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert