Hamilton og Bottas aka 2017-bílnum

Lewis Hamilton og Valtteri Bottas óku 2017-bíl Mercedesliðsins nokkra hringi við kvikmyndatökur í Silverstone í morgun. Hann var svo frumsýndur fjölmiðlum síðar í dag.

Hið formlega heiti bílsins er F1 W08 EQ Power+ en það kemur svo í ljós við bílprófanir á næstu vikum hvort hann verði eins drottnandi á kappakstursbrautinni og forverinn frá í fyrra.

Mercedes hefur ráðið lögum og lofum í formúlunni frá því 1,6 líra vélarnar komu til skjalanna árið 2014. Vann liðið báða titla íþróttarinnar síðustu þrjú árin.

Nýi bíllinn er í öllum aðalatriðum eins í útliti og undanfarin ár hvað litasamsetningu varðar. Ólíkt bílum sem þegar hafa verið frumsýndir þá er ekki að finna hákarlsugga á kæliturni vélarinnar og trjónan er ávalari  en „þumal“ trýni þeirra bíla sem þegar hafa verið sviptir hulum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert