Gína var það, heillin

Sebastian Vettel í Melbourne í dag en þar fer efyrsat …
Sebastian Vettel í Melbourne í dag en þar fer efyrsat mót ársins fram um helgina. AFP

Sebastian Vettel hefur haft það til siðs um árabil að nefna bíla sína og gefur hann þeim jafnan konunafn. Gína er það nafn sem hann hefur valið á bíl sinn í ár.

Aðdáendur Vettels á Ítalíu verða eflaust ánægðir því ómótmælanlega er Gína fyrst og síðast ítalskt konunafn.

Fyrsti bíllinn sem Vettel gaf sérstakt nafn var keppnisbíll hans hjá Toro Rosso árið 2008, en hann kallaði hann „Júlíu“. Árið eftir gekk hann til liðs við Red Bull og þá tóku við nöfn eins og „Kate“ og síðan „sóðasystir Kötu“. Fyrsta heimsmeistaratitil ökumanna vann hann á bílnum „lostæta Lísa“, síðan tóku við „Lostafulla Mandy“, „kynlega Kylie“, „Abbey og svo „hungraða Heiða“ árið 2013.  Sú síðastnefnda ók fyrst yfir marklínuna í níu mótum í röð og færði Vettel fjórða titil heimsmeistara ökumanna í röð.

Síðasta bíl sinn hjá Red Bull nefndi Vettel „Suzie“ og á fyrsta ári hjá Ferrari, 2015, brúkaði hann nafnið „Eva“. Þá valdi hann ítalska nafnið „Margherita“ á fák sinn 2016 en hann reyndist ekki vel klárinn sá og vann ekkert mót.

Að sögn þýska blaðsins Bild er orðið Gína stytting orðsins Regina, sem á latína þýðir drottning. Miðað við kröftuga frammistöðu Ferrarifákanna við reynsluakstur vetrarins gætu Vettel og Gína verið einkar öflug á komandi keppnistíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert