Ætluðu að ræna líki Enzo Ferrari

Enzo Ferrari á sínum yngri árum.
Enzo Ferrari á sínum yngri árum.

Lögreglu í bænum Nuoro á Sardiníu hefur tekist að koma í veg fyrir að líki stofnanda Ferrari, Enzo Ferrari, væri rænt úr grafhvelfingu sinni. 

Ætluðu líkræningjarnir meintu að krefjast lausnargjalds fyrir líkið, að sögn lögreglunnar. Hún hefur lítið viljað tjá sig um málið annað en að segja að komið hafi verið upp um áformin við rannsókn á fíkniefnadreifingu.

Enzo Ferrari lést árið 1988, níræður að aldri. Hvilir hann í grafhvelfingu fjölskyldunnar í kirkjugarði bæjarins San Cataldo við Modena, eigi fjarri Maranello en þar er að finna bækistöðvar Ferrari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert