McLaren smíðar ekki eigin vélar

McLarenliðið mun ekki smíða sínar eigin keppnisvélar, segir framkvæmdastjóri McLaren bílasamsteypunnar, Zak Brown. Liðið hefur átt afar erfitt uppdráttar þriðja árið í röð vegna kraftleysis og endingarskort keppnisvélar Honda.

Þannig varð McLaren aðeins í níunda sæti í keppni liðanna 2015, á fyrsta ári nýs samstarfs við  Honda. Framfarir urðu talsverðar í fyrra er liðið lauk vertíðinni í sjötta sæti.

Líklega erfið helgi í vændum fyrir McLaren og Fernando Alonso.
Líklega erfið helgi í vændum fyrir McLaren og Fernando Alonso. AFP


Fyrir vertíðina í ár breytti Honda vélinni talsvert og sagðist hafa tekið „mjög mikla áhættu“ í þeirri von að um risastökk fram á við yrði að ræða. Bílprófanir vetrarins gengu brösuglega en lítilsháttar framfarir áttu s´´er svo stað í fyrsta mótinu í ár, í Melbourne.

„McLaren Automotive er ólíkt fyrirtæki,“ segir Brown um orðróm þess efnis að það kynni að hefja smíði á vél fyrir keppnisbíla McLaren. Þótt sportbíladeildin smíði sínar vélar útilokar Brown að það muni deildin líka gera fyrir formúlubílana. Hann segir það ekki einu sinni hafa verið rætt.

Stoffel Vandoorne hjá McLaren á ferð í ástralska kappakstrinum.
Stoffel Vandoorne hjá McLaren á ferð í ástralska kappakstrinum. AFP


Zak Brown segir að McLarenliðið muni áfram vinna með Honda og allar viðræður þar á milli hafi snúist um hvernig bæta megi samstarfið og gera það enn árangursríkara.

Liðsstjórinn Eric Boullier á ekki von á góðu í kínverska kappakstrinum um komandi helgi, segir að þar muni veikleikar Hondavélarinnar verða mun augljósari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert