Með T-væng eins og hinir

T-vængurinn óvenjulegi sem McLarenbíll Stoffel Vandoorne skartaði í Sjanghæ í …
T-vængurinn óvenjulegi sem McLarenbíll Stoffel Vandoorne skartaði í Sjanghæ í morgun. AFP

McLaren hefur bætt svonefndum T-væng á bíl sinn fyrir kínverska kappaksturinn í Sjanghæ. Flest hinna liðanna voru með T-væng þegar í fyrsta móti, í Melbourne.

Vængur McLaren er ögn frábrugðin vængjum annarra bíla þar eð hann er nokkur veginn sporöskjulaga.

Bæði Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne prófuðu þessa viðbót á fyrri æfingunni í Sjanghæ en væta í brautinni og lágský komu í veg fyrir mikinn æfingaakstur.

Í Melbourne var T-væng að finna á bílum Mercedes, Ferrari, Williams og Haas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert