Síðasta keppni í Malasíu

Kappaksturinn í Sepang-brautinni 1. október í haust verður sá síðasti í formúlu-1 sem haldinn verður í Malasíu. Þetta staðfesta þarlendir embættismenn.

Ástæðan er gríðarlegur kostnaður samfara þverrandi aðsókn og fækkun ferðamanna til Malasíu. Keppt hefur verið þar í landi í 19 ár.

Þrátt fyrir þetta mun mótum að líkindum fjölga í 21 á næsta ári með endurkomu franska kappakstursins á mótaskrána og þann þýska. Fyrra mótið fer fram í Paul Ricard brautinni við Miðjarðarhaf, skammt frá Marseille, og hið þýska í Hockenheim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert