Ég keyrði eins og villidýr

Fernando Alonso á brautinni í Kína.
Fernando Alonso á brautinni í Kína. AFP

Fernando Alonso, ökumaður McLaren, segist hafa keyrt eins og villidýr til að ná 13. sæti í tímatökunni sem fram fór í Kína í morgun. Alonso hefur verið ófeiminn við að gagnrýna bílinn sinn undanfarið og þykir 13. sæti vera góður árangur fyrir McLaren núorðið.

Stoffel Vandoorne, liðsfélagi Alonso, var 0,7 sekúndum hægari en Spánverjinn og komst hann ekki í gegnum fyrsta niðurskurð tímatökunnar. 

„Ég var að keyra eins og villidýr,“ sagði Alonso við Sky Sports. „Ég reyndi mjög mikið á bílinn og ég tók mikið af áhættum.“

„13. sæti er yfir okkar væntingum og vonandi getum við fengið einhver stig í kappakstrinum á morgun,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert