Hamilton sneri dæminu við

Lewis Hamilton hefur verðlaunin í Sjanghæ á loft.
Lewis Hamilton hefur verðlaunin í Sjanghæ á loft. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna sviptingasaman kínverska kappaksturinn í Sjanghæ og er það 53. mótssigur hans á ferlinum. Annar varð Sebastian Vettel hjá Ferrari og Max Verstappen hjá REd Bull þriðji eftir harðan slag við  liðsfélaga sinn Daniel Ricciardo.

Þar með sneri Hamilton dæminu frá fyrsta móti við  en þá varð Vettel fyrstur í mark og hann annar.

Kappaksturinn hófst á rakri braut og urðu miklar stöðubreytingar á frysta hring. Strax á fysrta hrind var sýndaröryggisbíll kallaður út í brautina eftir að Sergioo Perez hjá Williams stangaði bíl Lance Stroll hjá Williams sem komst ekki lengra vegna skemmda.

Þetta nýttu margir ökumenn til dekkjaskipta og fóru af regndekkjum yfir á slétt því brautin var tekin að þorna.Hamilton lét það eiga sig og spurningin vaknaði strax hvort það ættu eftir að verða afdrifarík mistök.

Úrslit kappakstursins í Sjanghæ.
Úrslit kappakstursins í Sjanghæ. #ChineseGP


Keppnin var vart hafin að nýju er Sauberbíll Antonio Giovinazzi tættist í sundur á upphafs og endakaflanum. Gripu þeir sem enn voru á regndekkjum tækifærið og settu þurrdekk undir. Smám saman slapp Hamilton í burtu og Vettel var fastur hringjum saman í fimmta sæti, fyrir aftan báða bíla Red Bull og liðsfélaga sinn Kimi Räikkönen.

Vettel átti erfitt með vik að athafna sig og leggja til atlögu því utan þurrar aksturslinu leyndist víðsjárverður raki. Á endanum komst hann fram úr Räikkönen og fljótlega var vann hann sig einnig fram úr Red Bull. Þegar hann svo hóf eftirför eftir Hamilton var það eiginlega um seinan. Í tilraunum  sínum breytti hann um taktík, skaust inn að bílskúr, losaði sig við slitin dekk og fékk ný. Þar með hefði hann hugsanlega styrkt stöðu sína í eftirförinni eftir Hamilton en Mercedes sá við þessu með því að kalla Hamilton inn og setja undir bíl hans ný dekk. Hélst því röðin óbreytt þótt áfram héldi Vettel að draga á.

Í upphafi kappakstursins í Sjanghæ. Hér fer Lewis Hamilton fremstur …
Í upphafi kappakstursins í Sjanghæ. Hér fer Lewis Hamilton fremstur en Sebastian Vettel er skammt undan. AFP


Kappaksturinn var sviptingasamur út í gegn og mikið um stöðubaráttu og  -breytingar. Franski ökumaðurinn Esteban Ocon hjá Force India vann sín fyrstu keppnisstig á ferlinum. Fernando Alonso hjá McLaren tók betur af stað en margur og vann sig úr 13. sæti í það sjötta á fyrsta hring. Átti hann eftir það oft í glímum góðum en svo fór að gírkassinn brást honum er um 23 hringir af 56 voru eftir.

Nico Hülkenberg hjá Renault fylgdi ekki góðri tímatöku eftir en hann hóf keppni af sjöunda rásstað en kom að lokum í mark í 12. sæti og hafði þá þurft að taka út tvö víti fyrir að taka fram úr keppinaut undir gulum flöggum á fyrstu hringjunum.

Lewis Hamilton á leið til sigur í Sjanghæ í morgun.
Lewis Hamilton á leið til sigur í Sjanghæ í morgun. AFP
Hér má sjá topphraða hraðskreiðustu bílanna í kappakstrinum í Sjanghæ.
Hér má sjá topphraða hraðskreiðustu bílanna í kappakstrinum í Sjanghæ.
Sebastian Vettel ánægður á verðlaunapallinum í Sjanghæ.
Sebastian Vettel ánægður á verðlaunapallinum í Sjanghæ. AFP
Max Verstappen á pallinum í Sjanghæ. Var þetta í áttunda …
Max Verstappen á pallinum í Sjanghæ. Var þetta í áttunda sinn á ferlinum sem hann klárar kappakstur í verðlaunasæti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert