Ferrari færist nær vítum

Kimi Räikkönen á ferð í Sotsjí í gær. Hann færist …
Kimi Räikkönen á ferð í Sotsjí í gær. Hann færist hratt í átt að refsivítum. AFP

Ökumenn Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, færast óðfluga í átt að afturfærslu á rásmarki þar sem þeir hafa þegar brúkað þrjár hverfilforþjöppur hvor það sem af er ári.

Ökumenn mega að hámarki nota fjórar forþjöppur á einni og sömu keppnistíðinni. Allt umfram það endar með sjálfkrafa afturfærslu á rásmarki.

Þriðja forþjappan fór í Ferraribílana í Sotsjí um helgina. Liðin sem nota einnig Ferrarivélar,  Sauber og Haas hafa einnig skipt um forþjöppu í báðum bílum sínum hvort í Sotsjí. Marcus Ericsson og Pascal Wehrlein hjá Sauber og Kevin Magnussen hjá Haas fengu þar aðra forþjöppu en  Romain Grosjean hjá Haas þá þriðju.

Stoffel Vandoorne hjá McLaren er í mestri hættu á að þurfa sæta afturfærslu vegna forþjöppu því sú fjórða er komin í keppnisbíl hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert