Ánægður að vera aftur á palli

Kimi Räikkönen var ánægður með að komast á verðlaunapall í Sotsjí í Rússlandi en það ver í fyrsta inn frá því á miðju ári í fyrra að hann varð meðal þriggja fremstu í keppni.

Räikkönen hóf keppni af fremstu rásröð en varð að sjá landa sinn Valtteri Bottas skjótast fram úr á fyrstu metrunum en tókst að verjast sókn Lewis Hamilton og hélt þar með þriðja sætinu er fyrsta hring var lokið.

Þeirri stöðu hélt hann svo kappaksturinn út í gegn, nokkuð á eftir toppslag Bottas og Sebatians Vettel en þægilega langt á undan Hamilton alla leið í mark.

Síðast stóð Räikkönen á pallli í austurríska kappakstrinum í fyrra. „Í heildina var þessi helgi mun jákvæðari en þær fyrri í ár. Ég var ánægðari í bílnum og þegar ég þurfti að knýja bílinn áfram tókst það vel. Úrslitin réðust í ræsingunni og mín var býsna slæm. Bíllinn var góður alla leið í mark. Það var súrt að tapa sæti í ræsingunni, hefði frekar viljað vinna eitt sæti þar,“ sagði Räikkönen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert