„Geng að engu sem gefnum hlut“

Sebastian Vettel segir að Ferrariliðið hafi af heilmiklu jákvæðu að státa úr fyrstu mótum ársins. Hann er með forystu í stigakeppni ökumanna en segist ekki ganga að neinu sem gefnum hlut.

Vettel vann sigur í Melbourne, í fyrsta móti ársins, og í Barein. Þá varð hann annar bæði í kínverska kappakstrinum og þeim rússneska. Í síðastnefnda mótinu vann hann ráspól en slíkum árangri hafði Ferrari ekki náð frá því 2015

Er Vettel með 13 stiga forskot á Lewis Hamilton hjá Mercedes. Hann segist ekki geta slakað neitt á í titilslagnum.

„Við höfum náð öllu út sem hægt var en ég tel við eigum samt enn eftir að bæta okkur frekar. Í þeim anda göngum við til næstu móta. Bíllinn er öflugur, mannskapurinn öflugur, andinn er góður, sem sagt allt jákvætt,“ segir Vettel.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert