Vettel stórbætti nýsett met Hamiltons

Sebastian Vettel á leið útaf spilavítistorginu í Mónakó í dag.
Sebastian Vettel á leið útaf spilavítistorginu í Mónakó í dag. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari bætti nýsett brautarmet Lewis Hamiltons hjá Mercedes í Mónakó um 0,7 sekúndur á seinni æfingu dagsins. Alls óku fimm ökumenn undir metinu og sá sjötti var ekki nema 60 þúsundustu úr sekúndu frá því.

Vettel ók hringinn best á 1:12,720 mínútum og var sá eini sem var undir 1:13 mínútum  en met Hamiltons á fyrri æfingunni var 1:13,425 mín. Seinni æfinguna kláraði Hamilton í áttunda sæti og var rúmlega 0,4 sekúndubrotum frá morguntímanum. 

Næsthraðast fór Daniel Ricciardo hjá Red Bull (1:13,207) og Kimi Räikkönen hjá Ferrari þriðji (1:13,283). Fyrsta tuginn fylltu svo - í þessari röð - Daniil Kvyat og Carlos Sainz á Toro Rosso, Max Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez hjá Force India, Hamilton, Kevin Magnussen hjá Haas og Valtteri Bottas hjá Mercedes.

Jenson Button bætti sig frá fyrri æfingunni, átti 12. besta tímann og var aðeins 35 þúsundustu úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum Staffel Vandoome og 1,2 sekúndu á eftir Vettel.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert