Vettel á nýju meti

Sebastian Vettel (t.h.) og Kimi Räikkönen voru í sérflokki á …
Sebastian Vettel (t.h.) og Kimi Räikkönen voru í sérflokki á lokaæfingunni í Mónakó. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari sett enn eitt brautarmetið í Mónakó en lokaæfingunni fyrir tímatökuna var að ljúka.  Næsthraðast fór liðsfélagi hans Kimi Räikkönen og Valtteri Bottas hjá Mercedes átti þriðja besta hringinn.

Besti tími Vettels mældist 1:12,395 mínútur en met hans frá í gær var 1:12,720. Er hann setti fyrra metið sló hann við tíma Lewis Hamiltons hjá Mercedes frá fyrri æfingunni í gær (1:13,425) sem einnig var brautarmet.

Räikkönen var aðeins 20 þúsundustu úr sekúndu frá gærdasmeti Vettels, ók best á 1:12,720 mín. Tími Bottas mældist 1:12,830 mín.

Max Verstappen hjá Red Bull komst upp á milli Mercedesmanna í fjórða sætið á lista yfir hröðustu hringi, ók á 1:12,940 mín. Hamilton átti fimmta besta hringinn, 1:13,230 mín. 

Í sætum sex til tíu urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo (1:13,474) hjá Red Bull, Daniil Kvyat (1:13,563) hjá Toro Rosso, Kevin Magnussen (1:13,596) hjá Haas, Carlos Sainz (1:13,684) hjá Toro Rosso og Staffel Vandoorne (1:13,805) hjá McLaren.

Jenson Button hjá McLaren átti tólfta besta tímann en hann færist aftur um 15 sæti á rásmarki morgundagsins þar sem skipta þurfti um íhluti í aflrásinni eftir æfingarnar í fyrradag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert