Í fyrsta sinn með tvo í stigum

Kevin Magnussen (t.v.) með liðsfélaga sínum Romain Grosjean við bílskúra …
Kevin Magnussen (t.v.) með liðsfélaga sínum Romain Grosjean við bílskúra Haas-liðsins í Mónakó.

Haas náði einu af markmiðum sínum í ár í kappakstrinum í Mónakó er báðir ökumenn liðsins luku keppni í stigasæti.

Romain Grosjean og Kevin Magnussen urðu í áttunda og tíunda sæti og er það í fyrsta sinn sem báðir ökumenn Haas eru meðal 10 fyrstu í mark.

Grosjean aflaði liðinu 29 stiga á jómfrúarári þess í fyrr en þáverandi liðsfélagi, Esteban Gutierrez, fór stigalaus frá vertíðinni, varð fimm sinnum í ellefta sæti.

Grosjean og Magnussen höfðu báðir unnið til stiga fram að Mónakó en aldrei báðir í einu. „Við höfum náð ætlunarverkinu í sjötta móti sem er  ekki svo slæmt,“ segir liðsstjórinn Gunther Steiner.

Haas er í áttunda sæti af tíu í keppni liðanna með sömu stigatölu og Renault en telst sæti aftar út á sjötta sæti Nico Hülkenberg hjá Renault í kappakstrinum í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert