Vettel í sérflokki

Sebastian Vettel hjá Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Montreal sem var að ljúka í þessu. Var hann 0,3 sekúndum fljótari en Kimi Räikkönen og 0,4 á undan Lewis Hamilton hjá Mercedes.

Vettel ók á 1:12,572 mínútum en Räikkönen 1:12,864 og Hamilton á 1:12,926 mín., en hann var 39 þúsundustu úr sekúndu fljótari í förum en Max Verstappen hjá Red Bull sem komst upp á milli ökumanna Mercedes og setti fjórða besta tímann (1:12,965).

Valtteri Bottas (1:13,210) átti fimmta besta hringinn en í sætum sex til tíu urðu svo Nico Hülkenberg á Renault, Felipe Massa á Williams, Daniel Ricciardo á Red Bull, Esteban Ocon á Force India  og Carlos Sainz á Toro Rosso (1:13,667 mín). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert