Kaltenborn hættir sem stjóri

Monisha Kaltenborn (t.v.) á göngu með Pascal Wehrlein á bílskúrasvæðinu …
Monisha Kaltenborn (t.v.) á göngu með Pascal Wehrlein á bílskúrasvæðinu í Montreal. AFP

Monisha Kaltenborn er staðin upp af stóli liðsstjóra Sauber og er skýringin sögð „ólíkar hugmyndir um framtíð fyrirtækisins.

Kaltenborn hefur stýrt Sauber frá árinu 2012. Stýrði hún liðinu gegnum miklar sviptingar og fjárhagserfiðleika þar til fjárfestingarfélagið Longbow Finance kom til skjalanna og keypti Sauber á miðju síðastliðnu ári. 

Sauber freistar þess að komast á ný í miðjan hóp keppnisliða formúlunnar en er sem stendur í níunda sæti af ellefu. Frá og með næsta ári verða bílar liðsins knúnir Hondavélum.

Pascal Picci, stjórnarformaður Sauber, staðfestir að Kaltenborn hafi verið ósammála Longbow Finance varðandi framtíðarstefnu liðsins. Hann freistaði þess í gær að vísa á bug sterkum orðrómi þess efnis að ójafnræði ökumannanna væri ástæða þess að hún gekk út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert