Hamilton: Vettel varð sér til vanvirðu

Lewis Hamilton stendur upp úr bíl sínum í Bakú að …
Lewis Hamilton stendur upp úr bíl sínum í Bakú að kappakstri loknum. AFP

Lewis Hamilton sagðist þeirrar skoðunar að Sebastian Vettel hafi orðið sér til  vanvirðu í kappakstrinum í Aserbaíjdsan en þar kom til návígis þeirra í millum rétt áður en öryggisbíll hvarf úr brautinni öðru sinni.

Hamilton var í forystu og hægði skyndilega ferðina inn í fimmtándu beygju brautarinnar til að undirbúa sig fyrir endurræsingu. Við það rakst Ferrqarifákur Vettels aftur undir Mercedesbíl Hamiltons.

Vettel sýndi svekkelsi sitt með framferði Hamiltons meðal annars með því að skella framdekkjum sínum í hans. Vegna samstuðs þetta var Vettel víttur fyrir hættulegan akstur og gert að taka út 10 sekúndna stoppvíti við bílskúr sinn.

„Ég réði ferðinni og eins og í öllum öðrum endurræsingum hægði ég á mér. Hann var greinilega sofandi við stýrið  og ók inn í mig aftanvert, sem var í sjálfu sér ekkert mál hvað mig varðar. Að aka við hliðina og stýra af ásettu ráði inn í annan ökumann manns og  sleppa frá því meira og minna óskaddaður, hann varð eftir sem áður fjórði. Mér finnst það vanvirða; hann varð sér til vansæmdar í dag í hreinskilni sagt.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert