Skipta um nafn á liðinu

Ungi franski ökumaðurinn Esteban Ocon á ferð á Force India …
Ungi franski ökumaðurinn Esteban Ocon á ferð á Force India bílnum í kappakstrnium í Bakú í Aserbaíjdsan. AFP

Force India mun fá nýtt nafn á næsta ári og fellur þá indverska skírskotunin í nafninu niður. Force One Grand Prix verður hið nýja formlega heiti.

Hafa forsvarsmenn Force India skráð ný og nafnbreytt fyrirtæki hjá hlutafélagaskránni bresku. Eru það fyrirtækin Force One Grand Prix, Force One Team, Force One Racing, Force One Brand, Force One Technology og Force One Hospitality.

Indverskur kaupsýslumaður, Vijay Mallya, kom með Force India til leiks í formúlu-1 árið 2008 eftir að hafa keypt Spyker sem átti stutta lífdaga í formúlunni.

Hin boðaða nafnbreyting er sögð gerð af viðskiptalegum ástæðum, það hái hreinlega markaðssetningu liðsins að skírskota til Indlands í nafninu. Þá hafi indverski kappaksturinn liðið undir lok. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert