Hamilton trjónunni framar

Lewis Hamilton (1:05,483 mín.) hjá Mercedes ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins í Spielberg í Austurríki eins og í þeirri fyrri. Nú munaði minna og var Sebastian Vettel (1:05,630) hjá Ferrari aðeins tíunda úr sekúndu á eftir.

Á fyrri æfingunni ók Hamilton hringinn á 1:05,975 mínútum og hafði aldrei verið ekið jafnhratt áður í brautinni, sem lengst af hefur borið heitið A1-Ring en er í dag nefnd eftir nýjum eiganda sínum, drykkjarfyrirtækinu Red Bull.

Á seinni æfingunni ók fimm fyrstu menn allir undir morguntíma Hamiltons, eða Valtteri Bottas (1:05,699) hjá Mercedes og þeir Max Verstappen (1:05,832) og Daniel Ricciardo (1:05,873) hjá Red Bull, auk þeirra Hamiltons og Vettels.

Í sætum fimm til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urð svo - í þessari röð - Kimi Räikkönen (1:06,144) hjá Ferrari, Kevein Magnussen (1:06,591) hjá Haas, Fernando Alonso  (1:06,732) hjá McLaren, Nico Hülkenberg (1:06,735) hjá Renault og Romain Grosjean (1:06,763) hjá Haas.

Undir 1:07 mínútum voru einnig Esteban Ocon (1:06,849) hjá Force India, Stoffel Vandoorne (1:06,859) hjá McLaren og Daniil Kvyat (1:06,906) hjá Toro Rosso. Bendir það til þess að liðin séu jafnari en áður í ár, en minni munur kann líka skýrast af því að brautin er styttri en flestar og lítið um langa kafla til að njóta vélaraflsins til fulls.

Valtteri Bottas slapp með skrekkinn er bíll hans skrensaði gegnum beygju 6 og slapp naumlega frá því að skella á öryggisvegg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert