Hamilton fljótastur fyrir regnið

Lewis Hamilton (1:28,063) hjá Mercedes náði 32 þúsundustu betri tíma en Sebastian Vettel (1:29,095) hjá Ferrari á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Silverstone í dag.  Er á æfinguna leið gerði hellilrigningu og bættu engir tíma sína eftir það.

Þriðja besta tímann setti Valtteri Bottas (1:28,137) hjá Mercedes og landi hans Kimi Räikkönen hjá Ferrari þeim fjórða besta, en hann var rúmlega hálfri sekúndu lengur í förum. 

Nico Hülkenberg hjá Renault átti fimmta besta hringinn en í sætum sex til tíu - í þeirri röð - urðu Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Romain Grosjean hjá Haas, Max Verstappen hjá Red Bull, Felipe Massa hjá Williams og Stoffel Vandoorne hjá McLaren. Hann var svo 50 þúsundustu úr sekúndu fljótari með hringinn en liðsfélaginn Fernando Alonso.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert