Haas heldur sömu ökumönnum

Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen verða áfram hjá Haas …
Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen verða áfram hjá Haas 2018.

Haas-liðið mun halda óbreyttri ökumannaskipan á næsta ári og verða þeir Romain Grosjean og  Kevin Magnussen því um kyrrt hjá liðinu 2018, að sögn liðseigandans Gene Haas.

Bandaríska liðið er á öðru ári í formúlu-1 og hefur skorað stig stöðugar í ár en í fyrra. Hafa Grosjean og Magnussen landað 29 stigum í ár eða jafn mörgum og þeir Grosjean og Esteban Gutierrez unnu allt árið í fyrra. Hefur Grosjean unnið 18 og Magnussen 11.

Romain Grosjean hefur verið hjá Haas frá upphafi liðsins og hefur játað að takmark hans þar sé að hljóta náðir fyrir augum stjórnenda Ferrari sem leggur Haas til vélar í bíla sína. Nú hefur Haas hins vegar staðfest að þangað fer hann ekki á næsta ári því liðið ætlar að halda í hann þriðja árið í röð.

Kevin Magnussen kom frá Renault og leysti Gutierrez af en Mexíkóinn vann engin stig í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert