Bottas kveðst á tindi getunnar

Valtteri Bottas telur sig á þeim punkti að geta náð sínum allra besta árangri og kveðst hafa aðlagast Mercedesliðinu eins vel og unnt er.

Bottas gekk til liðs við Mercedes í janúar sl., í stað Nico Rosberg sem kaus að hætta keppni eftir að hafa landað heimsmeistaratitli ökumanna við vertíðarlok í fyrra.  

Finnski ökumaðurinn þykir nú kominn í hóp titilkandídata en hann hefur unnið tvö mót í ár, í Sotsjí í Rússlandi og í Spielberg í Austurríki. Komst hann á verðlaunapall í síðustu fimm mótunum fyrir yfirstandandi sumarhlé formúlunnar.

Bottas segir að „meira sé að vænta“ frá honum á seinni helmingi keppnistíðarinnar. Hann segist ekki hafa það lengur sem afsökun fyrir hraðaskorti að hafa komið svo seint til liðsins. „Mér finnst ég hafa aðlagast að fullu og get ekki sagt lengur að mig skorti hraða þar sem ég sé nýr í liðinu. Mér finnst ég komin til fulls inn í liðið og það hefur sýnt mér mikinn stuðning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert