Hamilton á undan Finnunum

Lewis Hamilton í La Source beygjunni, fyrstu beygju hringsins í …
Lewis Hamilton í La Source beygjunni, fyrstu beygju hringsins í Spa-Francorchamps. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes setti besta tíma seinni æfingar dagsins í Spa-Francorchamps. Þegar rúmur hálftími var eftir gerði hellidembu og brautartímar voru ekki bættir eftir það.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari, sem ók hraðast á morgunæfingunni, komst upp á milli ökumanna Mercedes en Valtteri Bottas setti þriðja besta tímann.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen hjá Red Bull, Sebastian Vettel hjá Ferrari, Daniel Ricciardo hjá Red Bull,, Nico Hülkenberg hjá Renault, Esteban Ocon hjá Force India, ,  Carlos Sainz hjá Toro Rosso og Jolyon Palmer hjá Renault, sem var tæpum tveimur sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Ekkert varð úr að Felipe Massa tæki þátt þar sem vélvirkjum Williams tókst ekki að gera við bílinn í tæka tíð en hann skemmdist umtalsvert í akstursóhappi á morgunæfingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert