Keyrir til heiðurs Michael Schumacher

Mick Schumacher.
Mick Schumacher. AFP

Sonur þýska ökuþórsins fyrrverandi, Michael Schumacher, mun aka í einum af bílum föður síns fyrir formúlu-1-kappaksturinn í Belgíu á sunnudag. Þá eru liðin 25 ár síðan Schumacher vann sína fyrstu keppni.

Að sögn skipuleggjenda keppninnar mun hinn 18 ára gamli Mick Schumacher, sem keppir í formúlu-3, keyra nokkra hringi á brautinni áður en keppni hefst.

Michael Schumacher lenti í alvarlegu slysi í lok árs 2013.
Michael Schumacher lenti í alvarlegu slysi í lok árs 2013. AFP

„Það var aldrei vafi í huga mér að mig langaði að gera þetta,“ kom fram í yfirlýsingu frá Mick vegna málsins.

Eftir að Michael vann fyrstu keppni sína í Belgíu fyrir aldarfjórðungi vann hann 90 keppnir í viðbót.

Michael Schumacher lenti í al­var­legu skíðaslysi í lok árs 2013 þegar hann féll og lenti með höfuðið á steini. Hon­um var haldið í dái svo mánuðum skipti og ótt­ast var um líf hans lengi vel. Síðan hann kom úr dá­inu hef­ur hann verið í stöðugri umönn­un á heim­ili sínu í Sviss en hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert