Massa fær nýjan undirvagn

Bilaður bíll Felipe Massa fjarlægður úr brautinni í Spa-Francorchamps.
Bilaður bíll Felipe Massa fjarlægður úr brautinni í Spa-Francorchamps. AFP

Felipe Massa fær nýjan undirvagn undir bíl sinn eftir óhapp á fyrstu æfingunni í Spa sem leiddi til umtalsverðra skemmda á Williamsbílnum.

Bíllinn losnaði upp á brautinni er hann kom inn að Malmedy beygjunni með þeim afleiðingum að hann rann stjórnlaus útaf brautinni og út í malargryfju þar sem hann sat fastur eftir að hafa skollið á öryggisgirðingu.

Þótt tjónið sé talsvert og tíma taki að setja bílinn saman að nýju vonast tæknimenn Williams eftir því að takast muni að búa hann til aksturs fyrir seinni æfingu dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert