Mercedesmenn fljótastir í Monza

Það var nóg að gera hjá dekkjamönnum McLaren sem öðrum …
Það var nóg að gera hjá dekkjamönnum McLaren sem öðrum liðum í morgun þar sem skiptust á sól og skúrir. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var hálfri sekúndu fljótari með sinn hraðasta hring í Monza en liðsfélaginn Valtteri Bottas. Þeir urðu í efstu tveimur sætunum á lista yfir hröðustu hringi fyrstu æfingar keppnishelgar ítalsk kappakstursins.

Sebastian Vettel (1:22,652) og Kimi Räikkönen (1:22,689) hjá Ferrari urðu í þriðja og fjórða sæti en voru rúmri sekúndu lengur með hringinn. Til samanburðar var tími Hamiltons 1:21,537 mínútur og Bottas 1:21,972 mín.

Í sætum fimm til tíu - í réttri röð - urðu Daniel Ricciardo (1:22,742) og Max Verstappen (1:22,749) hjá Red Bull, Sergio Perez (1:23,317) og Esteban Ocon (1:23,400) hjá Force India, Stoffel Vandoorne (1:23,465) hjá McLaren og Felipe Massa hjá Williams (1:23,561).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert