Ricciardo endurtók leikinn

Daniel Ricciardo á seinni æfingu dagsins í Singapúr. Hann ók …
Daniel Ricciardo á seinni æfingu dagsins í Singapúr. Hann ók hraðast á henni sem og á fyrri æfingunni. AFP

Daniel Ricciardo hjá Red bull endurtók leikinn og ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Singapúr rétt sem þeirri fyrri. Liðsfélagi hans Max Verstappen ók næsthraðst en á þeim munaði hvorki meira né minna en 0,6 sekúndur.

Þriðja besta hringinn átti svo Lewis Hamilton hjá Mercedes sem var rúmlega 0,1 sekúndu á eftir.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu svo Valtteri Bottas á Mercedes, Nico Hülkenberg á Renault, Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso á McLaren, Sergio Perez á Force India, Kimi Räikkönen á Ferrari og Esteban Ocon á Force India.

Var Ocon rúmlega tveimur sekúndum lengur með hringinn en Ricciardo. 

Sebastian Vettel var 50 þúsundustu úr sekúndu á eftir Ocon en hann var sá eini sem ekki ók a mýkstu dekkjunum sem ökumönnum stóð til boða á æfingunni. 

Daniel Ricciardo í Singapúr milli æfinga í dag.
Daniel Ricciardo í Singapúr milli æfinga í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert