Skilnaðurinn loks staðfestur

McLarenliðið tilkynnti loks í þessu það sem verið hefur á allra vitorði um nokkurra vikna skeið; að leiðir myndu skilja með Honda við vertíðarlok. Er nú þess aðeins beðið að liðið skýri frá því að það muni nota vélar frá Renault í framtíðinni.

Þriggja ára samstarf McLaren við Honda, sem séð hefur því fyrir vélum í keppnisbílanna, hefur í besta falli verið brösugt. Vélarnar hefur ekki aðeins skort kraft í samanburði við keppinautana heldur hafa þær og enst illa sem hvað eftir  annað hefur leitt til þess að bílarnir hafi fallið  úr leik.

EFtir tveggja áratuga vélasamstarf við Mercedes gekk McLaren 2015 til samstarfs við Honda sem sá McLaren fyrir vélum í bíla sem lönduðu mörgum titlum á á níunda áratugnum og fram á þann tíunda.

Á síðara samstarfstímabilinu hefur Honda lagt  sig hart fram um að draga keppinautana upp en ítrekaðar uppfærslur og breytingar á vélunum hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert