Refsað vegna þjóðsöngsins

Sebastian Vettel stígur upp úr Ferrarifák sínum í Suzuka.
Sebastian Vettel stígur upp úr Ferrarifák sínum í Suzuka. AFP

Kappaksturinn í Suzuka í Japan snerist upp í martröð fyrir Sebastian Vettel hjá Ferrari. Til að kóróna allt var hann víttur fyrir að hafa ekki mætt og hlýtt á þjóðsöng Japans leikinn.

Í yfirlýsingu dómara kappakstursins sagði, að 14 mínútum fyrir ræsingu beri öllum ökumönnum að mæta við framenda rásmarksins og standa þar meðan þjóðsöngur viðkomandi lands er leikinn.

Vegna vélarvanda í bíl Vettels fyrir kappaksturinn var Vettel upptekinn með tæknimönnum sínum og mætti ekki á sinn stað fyrr en þjóðsöngurinn var hálfnaður í flutningi. Það töldu dómarar mótsins ámælisvert og víttu hann formlega.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert