Einnig fljótastur á seinni æfingunni

Lewis Hamilton á ferð í Austin í dag en hann …
Lewis Hamilton á ferð í Austin í dag en hann var hraðskreiðastur á báðum æfingunum. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins í Austin í Texas sem á þeirri fyrri. Upp á milli þeirra Sebastians Vettel á Ferrari komst Max Verstappen á Red Bull.

Á Hamilton og Verstappen munaði 0,4 sekúndum og Vettel var rúmlega 01 sekúndu lengur í förum en Verstappen.

Valtteri Bottas á Mercedes, Daniel Ricciardo á Red Bull og Kimi Räikkönen á Ferrari voru áberandi lengur í förum en framangreindir liðsfélagar þeirra, en þeir urðu í fjórða til sjötta sæti á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar.

Fernando Alonso á McLaren hafnaði í sjöunda sæti, Felipe Massa hjá Williams í því áttunda og Force Indiafélagarnir Sergio Perez og Esteban Ocon urðu í níunda og tíunda sæti. Á tímum fyrsta og tíunda, Ocons og Hamiltons, munaði 1,8 sekúndum.

Aðeins munaði fimm þúsundustu úr sekúndu á bestu hringjum Renault-félaganna Carlos Sainz og Nico Hülkenberg sem skiptu síðar en allir aðrir yfir á mýkstu og hraðskreiðustu dekkin. Urðu þeir í 11. og 12. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert