Allt er þegar þrennt er

Lewis Hamilton ánægður í bragði í bílskúr Mercedes í Austin.
Lewis Hamilton ánægður í bragði í bílskúr Mercedes í Austin. AFP

Allt er þegar þrennt er hjá Lewis Hamilton en hann ók hraðast allra á lokaæfingunni í Austin í kvöld, rétt eins og á báðum æfingum gærdagsins.

Hamilton var á Mercedesbíl sínum aðeins 72 þúsundustu úr sekúndu fljótari með hringinn en Sebastian Vettel á Ferrari. Þriðja besta tímann setti svo Valtter Bottas liðsfélagi Hamiltons, en hann var 0,1 sekúndu lengur í förum en Vettel.

Í sætum fjögur til tíu urðu Kimi Räikkönen á Ferrari,  Max Verstappen á Red Bull, Felipe Massa á Williams, Nico Hülkenberg og Carlos Sainz á Renault, Daniel Ricciaredo á Red Bull og Sergio Perez á Force India.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert